Bókaútgáfa • Prentverkstæði • Vinnustofa
Til að panta bækur: sendið tölvuóst á skridabokautgafa@gmail.com með nafni, kennitölu og bókartitli.
Þorpin þrjú, viðburður í tilefni sameiningar...
Dagana 4. og 5. júlí verður flutt dagskrá með ljóðum, tali og tónum í tilefni sameingar sveitarfélaganna. Bíldælingurinn Þórarinn Hannesson og Tálknfirðingurinn Ólafur Sveinn Jóhannesson munu flytja dagsrká í tali og tónum þar sem þeir flytja ljóð sín og hugleiðingar um æskuárin fyrir vestan. Auk þess verða flutt ljóð Jóns úr Vör úr bókinni Þorpið, sem fjallar um Patreksfjörð. Sérstakur gestur á þessum viðburðum verður Birta Ósmann Þórhallsdóttir
nýkjörinn bæjarlistamaður Vesturbyggðar 2024 og mun flytja eigin ljóð.
Viðburðirnar verða í hverju þorpi: Fimmtudaginn 4. júlí kl. 17 í Skriðu, Patreksfirði Fimmtudaginn 4. júlí kl. 20 í Dunhaga, Tálknafirði Föstudaginn 5. júlí kl. 21 á Vegamótum, Bíldudal Hver viðburður endar á spjalli við gesti um þorpin þrjú í þátíð, nútíð og framtíð. Enginn aðgangseyrir er að viðburðunum en Vesturbyggð styrkir framkvæmd þeirra og Ljóðasetur Íslands stendur auk þess að verkefninu.