top of page
heimk-svefnh copy.jpg

heimkynni

Þórður Sævar Jónsson

Ljóðabók. Bókin geymir m.a. Akureyrar-ljóð, myndljóð, póstkort og dagbókarskrif.
Prentuð og handsaumuð á prentverkstæði Skriðu.

3.900 kr.

heimk-svefnh copy 2.jpg

Svefnhof
Svava Þorsteinsdóttir

bækur tvær.jpg

Ljóðapakki
 

Ljóðabók. Bókin er óður til viðkvæmninnar, fyrir heim sem treður hana undir fótum sér.

Prentuð og handsaumuð á prentverkstæði Skriðu.

-heimkynni eftir Þórð Sævar Jónsson
-Svefnhof eftir Svövu Þorsteinsdóttur

Prentaðar og handsaumaðar á prentverkstæði Skriðu.

3.900 kr.

7.200 kr.

Rottan-husin.jpg

Miðbæjarrottan: 
Húsin í bænum
Auður Þórhallsdóttir

Barnabók. Þriðja bókin í bókaflokknum um Miðbæjarrottuna Rannveigu. Í bókinni kynnist hún Fjalari fjósketti sem saknar sveitarinnar og segir húsin í Reykjavík bæði ljót og leiðinleg. En með hjálp frá Rannveigu og ömmu Bardúsu fer gamli fjóskötturinn að sjá borgina með öðrum augum.

4.200 kr.

Medvindinum.jpg

Með vindinum liggur leiðin heim

Auður Þórhallsdóttir

Barnabók. Töfrar lífsins gerast í lítilli vík í norðri þegar andarungar skríða úr eggjum. Andamamma brýnir fyrir börnum sínum hversu mikilvægt sé að halda hópinn en einn þeirra gleymir sér yfir undrum veraldar og týnist. Gamall lífsreyndur hundur finnur ungann og með þeim tekst einstök vinátta.

3.690 kr.

rottupakkinn.jpg

Rottupakki

Allar þrjár bækurnar um Miðbæjarrottuna:

-Miðbæjarrottan: Borgarsaga

-Miðbæjarrottan: Þetta kemur allt

með kalda vatninu.
-Miðbæjarrottan: Húsin í bænum

 

Höf. Auður Þórhallsdóttir

9.900 kr.

spadomur.jpg

Spádómur fúleggsins

Birta Ósmann Þórhallsdóttir

Ljóðabók. Bókin fjallar um að það að nema drauma, að nema tíma fugla, fiska og manna, að nema það sem kemur og hverfur.

3.690 kr.

naeturlys.jpg

Næturlýs

Sigurbjörg Friðriksdóttir

Ljóðabók. Ljóðin eru myrk og meitluð og draga lesandann inn á svið þar sem öll skilningarvit eru virkjuð.

3.690 kr.

rottavatn.jpg

Miðbæjarrottan: Þetta kemur allt með kalda vatninu
Auður Þórhallsdóttir

Barnabók. Önnur bókin í bókaflokknum um Miðbæjarrottuna Rannveigu. Einn morguninn kemur ekkert vatn úr krananum og Rannveig áttar sig á því hversu dýrmætt það er að hafa hreint rennandi vatn en þannig hefur það ekki alltaf verið í Reykjavík. Rannveig fær ömmu Bardúsu með sér í lið til þess að komast að því hvað varð um vatnið.

3.490 kr.

snyrti.jpg

Snyrtistofan

Mario Bellatin
þýðing: Birta Ósmann Þórhallsdóttir

Skáldsaga. Þegar faraldur herjar á borgina neyðist sögumaður til þess að breyta snyrtistofunni sinni í Biðstofu dauðans. Hann reynir að sinna sjúklingunum ásamt skrautfiskum stofunnar en allt virðist umbreytingum háð og snýst upp í andhverfu sína.
Mario Bellatin er talinn einn áhugaverðasti samtímahöfundur Rómönsku Ameríku

2.990 kr. 

efndir.jpg

Efndir 
Þórhildur Ólafsdóttir

Skáldsaga. Eftir margra ára búsetu í Frakklandi finnur Elísabet að hún verður að fara til æskuslóðanna á Íslandi til þess að ganga frá sínum málum. Þar reynir hún að hnýta lausa enda og vinna bug á sorginni og vonleysinu sem hefur fylgt henni lengi. Hún sest að í gamla húsinu þar sem hún ólst upp og fer að skrifa í von um betrun.

Uppseld

Rottan-borgarsaga.jpg

Miðbæjarrottan: Borgarsaga
Auður Þórhallsdóttir

Barnabók. Fyrsta bókin í bókaflokknum um Miðbæjarrottuna Rannveigu. Rannveig er lattelepjandi miðbæjarrotta sem elskar fátt meira en borgarlífið. Þegar Karlotta frænka hennar týnist í Reykjavík, læðist að henni efi um að borgin sé góður staður fyrir rottur. Rannveig leitar aðstoðar hjá styttum bæjarins, sem margar muna tímana tvenna.

2.990 kr. 

husaskra.jpg

Hús og híbýli á Hvammstanga: Húsaskrá 1898-1972
Þórður Skúlason

Hvammstangi er þéttbýlisstaður sem byggðist upp á fyrri hluta 20. aldar sem aðalverslunar- og þjónustustaður fyrir Vestur-Húnavatnssýslu. Í bókinni rekur Þórður Skúlason þróun byggðar á Hvammstanga frá 1898 til 1972, sögu um 180 húsa á Hvammstanga -húsa sem enn standa og einnig þeirra sem hafa horfið af sjónarsviðinu í tímans rás. Sagan er krydduð með kátlegum mannlýsingum og fróðlegum lýsingum á mannlífi fyrri tíðar á Hvammstanga. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda af húsum og umhverfi, bæði gömlum og nýjum.

Uppseld

Brot úr spegilflísum
Þórhildur Ólafsdóttir

Ljóðabók. Þórhildur dregur hér upp myndir af núinu, sorgum, augnablikum og heiman af æskuslóðum.

2.990 kr. 

Mannveran

Maxím Gorkí
þýðing: Freyja Eilíf

Mannveran eftir Maxím Gorkí er rúmlega hundað ára ljóðabálkur um lífskraft mannlegrar tilvistar sem samið var í aðdraganda rússnesku byltingarinnar.

Uppseld

brot.jpg
Mannveran.jpg
einsam.jpg

Einsamræður
Birta Ósmann Þórhallsdóttir

Örsagnasafn. Sögurnar eru ýmist sprottnar úr íslenskum veruleika eða af framandi slóðum. Sumar sögurnar liggja á mörkum myndlistar og ritlistar en aðrar á mörkum þjóðsagna.

1.990 kr.

vinblaar.jpg

Vínbláar varir
Sigurbjörg Friðriksdóttir

Ljóðabók. Ljóðin eru einlæg en í senn kraftmikil og stundum drungaleg.

1.990 kr.

Skriða bókaútgáfa 

Eyrargata, 450 Patreksfirði / Merkisteini, 450 Patreksfirði

skridabokautgafa@gmail.com

865-4098

  • facebook
  • instagram
bottom of page