top of page
Höfundar og þýðendur
Auja-mynd.jpg

Auður Þórhallsdóttir

Auður Þórhallsdóttir (1974) lærði ljósmyndun við GRIS-ART í Barcelona og hefur tekið námskeið í myndskreytingu barnabóka frá Anglia Ruskin University Cambridge. Hún er sjálfstætt starfandi rithöfundur og myndlistarmaður.
 

-Miðbæjarrottan: Húsin í bænum (Skriða 2023)
-Með vindinum liggur leiðin heim (Skriða 2022)
-
Miðbæjarrottan: þetta kemur allt með kalda vatninu (Skriða 2022)
-
Miðbæjarrottan: borgarsaga (Skriða 2020)

-Tönnin hans Luca/El diente de Luca, ásamt Pilar Concheiro (2016)

-Sumar með Salla (2013)
-
Litla gula hænan: síðasta kvöldmáltíðin, ásamt Björgvini Ívar (Nykur 1997)

Út um glugga-2.jpg

Birta Ósmann Þórhallsdóttir

Birta Ósmann Þórhallsdóttir (1989) er með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og MA gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hún hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2016. Hún er sjálfstætt starfandi rithöfundur, þýðandi og myndlistamaður.


-Þýðing úr spænsku: Drottningarnar í Garðinum eftir Camilu Sosu Villada (Benedikt, 2024)
-
Spádómur fúleggsins, ljóðabók (Skriða, 2022)

-Þýðing úr spænku: Snyrtistofan eftir Mario Bellatin (Skriða 2021)

-Einsamræður, örsögur (Skriða 2019)

Freyja.jpeg

Freyja Eilíf Draumland

Freyja Eilíf Draumland (1986) er með

BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og nam einnig rússnesk fræði við Háskóla Íslands á árunum 2007-2012. Hún vinnur við myndlist og rak Skynlistasafnið í miðbæ Reykjavíkur.

-Þýðing úr rússnesku: Mannveran eftir Maxím Gorkí (Skriða 2019)

www.freyjaeilif.com

Sigurbjörg.jpeg

Sigurbjörg Friðriksdóttir

Sigurbjörg Friðriksdóttir (1959) lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Norðurlandi vestra, Tannfræðiprófi frá Háskólanum í Oslo og Uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Sigurbjörg hefur lengst af starfað við kennslu og starfar nú í leikskólanum Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit.

-Næturlýs, ljóðabók (Skriða, 2022)

-Vínbláar varir, ljóðabók (Skriða 2019)

-Gáttatif, ljóðabók (Meðgönguljóð, Partus 2016)

þsj2_edited.jpg
Svava_edited.jpg

Svava Þorsteinsdóttir

Svava Þorsteinsdóttir (2001) er með BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands. Hún er sjálfstætt starfandi hönnuður og skáld og notar gjarnan aðferðafræði hönnunar til þess að nálgast viðfangsefni eins og helgiathafnir, skynjun tákna og ljóðræn sjónarhorn. 


-Svefnhof, ljóðabók (Skriða, 2024)

Þórður.jpg

Þórður Skúlason

Þórður Skúlason (1943) starfaði samtals í tuttugu ár sem sveitarstjóri á Hvammstanga, var í hreppsnefnd Hvammstangahrepps og var síðan framkvæmdarstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

-Hús og híbýli á Hvammstanga: Húsaskrá
1898-1972
(Skriða 2021)

-Þýðing: Heimsins besti bær eftir Arto

Paasilinna (Skrudda 2013)

Þórhildur.jpeg

Þórður Sævar Jónsson

Þórður Sævar Jónsson (1989) lærði forngrísku og ritlist við Háskóla Íslands. 

-heimkynni, ljóðabók (Skriða, 2024)

-Þýðing: Draumur um Babýlon eftir Richard Brautigan (Ugla, 2023)

-Brunagaddur, ljóðabók (Partus, 2021)
-
Þýðing: 30sti júní, 30sti júní eftir Richard Brautigan (Tunglið, 2021)
-
Þýðing: Willard og keilubikararnir hans: afbrigðileg ráðgáta eftir Richard Brautigan
 (Ugla, 2021)

-Vellankatla, ljóðabók (Partus, 2019)
-
49 kílómetrar er uppáhalds vegalengdin mín (Pastel ritröð, 2019)
-
Þýðing: Hefnd grasflatarinnar eftir Richard Brautigan (Partus, 2018)
-
Þýðing: Hawkline-skrímslið: gotneskur vestri eftir Richard Brautigan
 (Dimma, 2018)
-
Þýðing: Sönn saga: lygasaga eftir Lúkíanos frá Samósata (Tunglið, 2016)

-Blágil, ljóðabók (Meðgönguljóð, Partus 2015)

Þórhildur Ólafsdóttir

Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir (1953) nam franskar bókmenntir og málvísindi við Háskólann í Orléans, Frakklandi og fékk doktorspróf þaðan árið 1982. Á níunda áratug síðustu aldar var hún lektor og síðar dósent í frönsku við Háskóla Íslands. Frá 1988 hefur hún búið í Strasbourg í Frakklandi þar sem hún vann í 25 ár í ýmsum deildum Evrópuráðsins. Hún var m.a. stjórnandi skrifstofu jafnréttismála kvenna og karla (1993-2002). Frá 2003 vann hún við menntamálaskrifstofu Evrópuráðsins þar sem hún byggði upp sérstaka deild um mannréttinda- og lýðræðiskennslu. Síðustu árin í starfi sínu þar var hún yfirmaður menntamála og æskulýðsmála.

 

-Þýðing úr frönsku: Kona eftir Annie Ernaux  (Ugla, 2023)

-Efndir, skáldasaga (Skriða 2021)

-Brot úr spegilflísum, ljóðabók (Skriða 2020)

-Þýðing úr tyrknesku: Memed mjói eftir Yasar Kemal (Mál og menning, 1985)

bottom of page