top of page

Útgáfuhóf: myndir -Spádómur fúleggsins og Næturlýs

Útgáfuhóf var haldið í Gunnarshúsi til þess að fagna útgáfu tveggja nýrra ljóðabóka frá Skriðu...

Útgáfuhóf var haldið í Gunnarshúsi til þess að fagna útgáfu tveggja nýrra ljóðabóka frá Skriðu. Það var annars vegar bókin Næturlýs eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur og hins vegar Spádómur fúleggsins eftir Birtu Ósmann Þórhallsdóttur. Hljómsveitin Þau hóf dagskrána á því að spila frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld en hljómsveitina skipa Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson. Því næst steig Sigurbjörg Friðriksdóttir í pontu og las nokkur ljóð úr Næturlúsum og þar á eftir Birta sem las upp úr Spádómi fúleggsins. Vestfirskar heimagerðar kræsingar vorðu á boðstólum. Skriða og höfundarnir þakka kærlega öllum þeim sem komu og fögnuðu með okkur.

Myndir: Anna Maggý

























bottom of page