top of page

Útgáfuhóf: myndir -Með vindinum liggur leiðin heim

Útgáfu barnabókarinnar Með vindinum liggur leiðin heim eftir Auði Þórhallsdóttur var fagnað í Gröndalshúsi þann 13. nóvember 2022...

Útgáfu barnabókarinnar Með vindinum liggur leiðin heim eftir Auði Þórhallsdóttur var fagnað í Gröndalshúsi þann 13. nóvember 2022. Bókin er einstaklega falleg og hugljúf saga sem byggir á sönnum atburðum um vináttu andarunga og hunds. Börn og fullorðnir áttu notalega stund saman í Gröndalshúsi, Auður las upp úr bókinni og léttar kræsingar voru bornar fram.


Auður, höfundur bókarinnar og hundurinn Krummi sem önnur söguhetja bókarinnar byggir á.bottom of page