Um Skriðu

 

Skriða bókaútgáfa var stofnuð árið 2019 og er staðsett í Holti menningarsetri á Hvammstanga.
Skriða er örbókarútgáfa sem sérhæfir sig í örsögum, smásögum og ljóðum. Auk þess gefur hún út vandaðar barnabækur og þýðingar úr erlendum málum yfir á íslensku.

Skriðu er annt um fegurðina í smáatriðunum og handverkinu og að bækurnar séu úr góðum pappír.

Holt, 530 Hvammstangi, Iceland.

 

Útgefandinn

Kötturinn Skriða er stofnandi og rekandi Skriðu bókaútgáfu.


Skriða hafði dvalið nokkra hríð í Kattholti þegar hún valdi sambýling og flutti í Holt. Þar unir hún nú sæl við sitt, borðar mikið af fiski, les bækur, situr í gluggakistunni og horfir á hafið og sinnir útgáfumálum.