Search

Kæru Skriðuskáld, ætíð sæl!


Holti, 29. júní 2020

Kæru Skriðuskáld, ætíð sæl! Í flýti pára ég niður nokkrar línur og býð ykkur velkomin á þennan ritvöll Skriðuskálda. Megi þessi vettvangur til skrifta, bréfaskrifta, hugleiðinga, ritæfinga og samtals verða okkur styrkur. Litlar fréttir hef ég að færa utan þess að undanafarna daga hefur veður verið fallegt og dásamlegt að sitja með kaffibolla og góða bók og horfa út á sjó með kettinum. Hvalir hafa verið áberandi í firðinum í sumar og gaman að fylgjast með fuglalífinu. Megi dagurinn hafa verið ykkur fallegur og góður, uppfullur af rótsterku kaffi og skáldskap. Þess óska ykkar elskandi,

Birta og Skriða


Orðið er: Refaskytta. -Og skrifið nú!