Search

Heimsókn í Selið

Við komum að morgni í Selið – kvöddum dyra.

Konurnar buðu okkur inn, þær Helga og Inga,

það var hellt á kaffi, spjallað um allt og ekkert

við léttum af okkur byrðum og settumst niður.


Nei, það var ekki alveg svona í sannleika talað

í Selinu eru þær hvorki Helga né Inga

þær eru hættar að vinna baki brotnu,

að berjast við máttarvöldin á hverjum degi.


En þegar við fórum og lokuðum litla bænum

og litum inn um gluggann á suðurstafni

sáum við Helgu og Ingu, sem sátu við borðið

og skellihlógu að okkur, með vettlinga á prjónum.


-ÞÓRHILDUR ÓLAFSDÓTTIR