fjölskylduganga á slóðum miðbæjarrottunnar
Auður, höfundur bókanna um Miðbæjarrottuna, leiðir fjölskyldugöngu fimmtudaginn 22. september kl. 18.
Gangan hefst í Fógetagarðinum við styttuna af Skúla Magnússyni. Þaðan verður gengið á söguslóðum miðbæjarrottunnar Rannveigar og fjóskattarins Fjalars. Á göngunni verður skoðað hvernig Reykjavík hefur breyst í gegnum árin frá því að þar voru einungis örfá hús í að verða að höfuðborg Íslands. Einnig verður skoðað hvernig húsin og hlutverk sumra þeirra hafa breyst í tímans rás og hver veit nema gestir göngunnar komi auga á ummerki um einhverjar miðbæjarrottur.
Gangan tekur um 60 mínútur. Öll velkomin.
Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir.