top of page

Útgáfuhóf: heimkynni + Svefnhof

útgáfa tveggja nýrra ljóðabóka

Skriða biður yður að sýna sér

þá vinsemd að vera við útgáfu ljóðabókanna

heimkynni eftir Þórð Sævar Jónsson

og Svefnhof eftir Svövu Þorsteinsdóttur

í Mengi, Óðinsgötu 2 í Reykjavík

þriðjudaginn 10. september kl. 20

eða í Skriðu á Patreksfirði

fimmtudaginn 26. september kl. 20. 


Skriða leggur áherslu á að lágmarka áhrif sín á umhverfið og því eru bækurnar prentaðar á umhverfisvænan pappír á Riso-prentvél

sem er bæði spör á rafmagn og notar eiturefnalaust blek. Allur afgangspappír, afskurður og prufuprentanir er endurnýtt í önnur verkefni og bækurnar eru prentaðar eftir eftirspurn til þess að sporna við offramleiðslu og sóun.



bottom of page